Ari Ma & Muted

Hugarfar

WAV | MP3
Alheimurinn leiddi mig og Muted saman í gegnum internetið. Frændi minn benti honum á lag sem ég gerði um landnámsmann og Muted hafði samband við mig. Þá var ég staddur í Ekvador og við spjölluðum saman í gegnum netið. Mér líkaði strax vel við hann og tónlistina sem hann var að gera. Við töluðum um að gera plötu. Ég var á ferðalagi fram að vori og kom heim að vinna um sumarið. Ekkert varð af samstarfi vegna anna og um haustið flaug ég til Amsterdam og var þar yfir veturinn við skrif. Kom svo til Íslands um vorið og Muted kom í heimsókn til mín í Hljóðakletta í byrjun júní með hljóðupptökugræjur. Það var yndislegt að hitta hann og við tengdumst samstundis. Við tókum upp eitt lag og gengum út í sumarnóttina með hljóðnema til að taka upp fuglasöng. Síðan yfir sumarið varð platan til að sjálfu sér. Ég fékk fullt af himneskum töktum og hripaði niður það sem ég vildi segja. Ég var búinn að vera svangur í svona ljúfa tóna. Muted er minn músíkalski sálufélagi. Ég elska hljóminn hans og hann dregur fram það besta úr mér. Það var unun að gera þessa plötu. Vegna innihalds plötunnar get ég ekki annað en gefið hana frá mér beint frá hjartanu.
Sérstakar þakkir: Eva, Íris, Sylvía, Andri Snær, Sigfús & Gabbi.